Um Sjávargrillið

Um okkur

Gústav Axel Gunnlaugsson

Opnunartímar

Mánudag – Fimmtudag: Hádegismatur frá 11:30 – 14:30 | Kvöldmatur frá 17:00 – 22:30.
Föstudagur & Laugardagur: Hádegismatur frá 11:30 – 14:30 | Kvöldmatur frá 17:00 – 23:00.
Sunnudagur: Lokað í hádeginu | Kvöldmatur frá 17:00 – 22:30

Hinn ungi Gústav Axel Gunnlaugsson, Húsvíkingur og matreiðslumaður ársins 2010, og meistarakokkurinn Lárus Gunnar Jónasson heimsóttu hvern krók og kima á Íslandi til að finna réttu grillblönduna.

Lalli hefur leitað að innblæstri fyrir innréttingar og hönnun staðarins og Gústav viðað að sér þekkingu í grillmenningu Íslendinga og leitað að rétta íslenska hráefninu.

Gamla íshúsið í Flatey á Skjálfanda er nú að hluta komið til Reykjavíkur og bárujárnsplötur þess hafa fundið sér nýtt heimili, ásamt rekavið úr Héðinsfirði, og skýla gestum á Sjávargrillinu, Skólavörðustíg 14.

Gústav hefur hannað matseðil sem er í senn séríslenskur og alþjóðlegur.

Skoðaðu matseðilinn okkar og hafðu samband, okkur er heiður að því að elda og grilla fyrir þig.

Sjávargrillið - Skólavörðustíg 14 - 101 Reykjavík - Iceland - 571 1100 - info@sjavargrillid.is